Launareikningurinn þinn!
Besti staðurinn til að nota launin þín!
Þú átt ekki að þurfa að borga öll þessi bullgjöld þegar þú notar launin þín. Þess vegna eru engin færslugjöld og ekkert gjaldeyrisálag í indó!
Sæktu appið
Við viljum líka að þú fáir betri ávöxtun á launin þín! Þess vegna bjóðum við betri kjör en á sambærilegum reikningnum viðskiptabankanna. Í dag bjóðum við 1,00% vexti á debetreikningnum - og við greiðum þér vextina mánaðarlega. Við mælum svo með sparibaukunum okkar fyrir sparnaðinn þinn þar sem þú færð enn betri vexti!
SparibaukarDebetkortið
Fáðu launin inn á indó
Það er einfalt að gera indó reikninginn þinn að þínum launareikningi. Þú getur auðvitað haft beint samband við launadeildina og látið hana vita að þú viljir núna fá launin inn á indó reikninginn þinn - en þú þarft þess ekki.
Við erum búin að einfalda þér skrefið - ef þú nennir ekki að tala við launadeildina. Ef þú ferð í allskonar í appinu og velur laun - getur þú óskað eftir launaflutningi með þremur smellum án þess að tala við einn né neinn.
Þú getur fengið launin inn á indó með þremur smellum. Easy peasy!

Eyðslan mín
Áttarðu þig á hvað mikill hluti launanna þinna fer í föst útgjöld og hvað þú ert að nota kortið þitt mikið? Kíktu á Eyðsluna þína í indó appinu til að hafa góða yfirsýn yfir heimilisútgjöldin í hverjum mánuði. Þú sérð í hvað peningurinn fer og breytingu milli mánaða.
Síðasta matarkarfan
Sumir mánuðir eru erfiðari en aðrir. Ef þú ert með launin í indó getum við aðstoðað þig að ná endum saman með stuttu láni í lok mánaðarins þér að kostnaðarlausu. Okkur finnst að enginn ætti að þurfa að taka dýrt lán fyrir síðustu matarkörfu mánaðarins.
Lánið er í boði frá 25. hvers mánaðar og þar sem að við vitum að það eru bara nokkrir dagar í að þú fáir útborgað þá getum við boðið þér 25.000 kr. lán þér að kostnaðarlausu.
Stutt ókeypis lán




