Þarftu lán til að brúa bilið?
Stundum kemur eitthvað upp á - og það vantar smá upp á!
Við erum að byrja að lána hægt og rólega og getum því aðeins boðið mjög fámennum hópi að taka lán fyrst um sinn. Þess vegna höfum við sett strangari lánakröfur í upphafi en vonumst til að geta víkkað út skilyrðin í náinni framtíð.

Lán í lok mánaðar
Síðasta matarkarfan!

Sumir mánuðir eru erfiðari en aðrir. Ef þú ert með launin í indó getum við aðstoðað þig að ná endum saman með stuttu láni í lok mánaðarins þér að kostnaðarlausu. Okkur finnst að enginn ætti að þurfa að taka dýrt lán fyrir síðustu matarkörfu mánaðarins.
Lánið er í boði frá 25. hvers mánaðar og þar sem að við vitum að það eru bara nokkrir dagar í að þú fáir útborgað þá getum við boðið þér 25.000 kr. lán þér að kostnaðarlausu.
Lánið endurgreiðist sjálfkrafa eftir mánaðamótin þegar nægur peningur er á reikningnum.
Tímabundið lán til að mæta óvæntum útgjöldum
Betri Yfirdráttur

Yfirdráttur er alltaf dýr! Við viljum hjálpa þér að losa þig við hann aftur! Þess vegna færð þú enn betri vexti ef þú gerir plan um að lækka yfirdráttinn mánaðarlega!
Sjá lánaskilyrðiLán til að dreifa álaginu í dýrari mánuðum
Færslusplitt

Sumir mánuðir eru dýrari en aðrir.
Með Færslusplitti getur þú splittað færslu á kaupum sem þú hefur þegar greitt fyrir - og fengið lánað fyrir færslunni. Við dreifum síðan láninu fyrir þig á næstu 3 mánuði.
Vextir af láni með Færslusplitti eru 14,00% og það er enginn aukakostnaður. Ekkert lántökugjald, ekkert niðurgreiðslugjald, ekkert greiðslugjald, ekkert færslugjald.
Mundu að bera saman ÁHK* (árlega hlutfallstölu kostnaðar) þegar þú berð saman lánakjör.










